Sunday, May 23, 2010

Hómópatía - salt



Eyjan okkar Ísland er umlukin sjó. Sjórinn aðgreinir okkur frá öðrum löndum, jafnvel einangrar og kannski verndar okkur. Hann hefur líka tekið - og í honum endurspeglast óendanleikinn. Saltið í sjónum gerir hann þungan og stuðlar að því að hann frýs ekki eins auðveldlega. 

Hómópatíska remedían Nat mur er unnin úr salti. Þetta er ein stærsta sorgarremedían. Einstaklingur sem þarf á þeirri remedíu að halda einangrar sig gjarnan frá heiminum. Það gerir hann ekki endilega líkamlega eða félagslega heldur verður hann tilfinningalega fjarrænn, gjarnan með tár í auga. Þessar manneskjur vernda sig með ýmsum hætti gagnvart raunveruleikanum. Þeirra stóri ótti er að vera hafnað. Sá ótti ræður ákvörðunum einstaklingsins. Hann kemur sér ekki í aðstæður þar sem honum gæti hugsanlega verið hafnað.
Öll förum við inn í þessa mynd einhvern tíman í lífinu, íslendingar sérstaklega. Við erum oft talin tilfinningalega lokuð eða fjarlæg. Hugsanlega hefur saltið í hafinu sem umlykur eyjuna okkar einhver áhrif á það.

No comments:

Post a Comment