
Eyjan okkar Ísland er umlukin sjó. Sjórinn aðgreinir okkur frá öðrum löndum, jafnvel einangrar og kannski verndar okkur.
Hann hefur líka tekið - og í honum endurspeglast óendanleikinn. Saltið í sjónum gerir hann þungan og stuðlar að því að hann frýs ekki eins auðveldlega.
Öll förum við inn í þessa mynd einhvern tíman í lífinu, íslendingar sérstaklega. Við erum oft talin tilfinningalega lokuð eða fjarlæg. Hugsanlega hefur saltið í hafinu sem umlykur eyjuna okkar einhver áhrif á það.
No comments:
Post a Comment