Einkunnarorð hómópatíunnar líkt læknar líkt eru kennd við Samuel Hahnemann (1755-1843).
Það merkir að ef eitthvað veikir manneskju þá mun eitthvað hliðstætt í smáskammtaformi hvetja líkama hennar til þess að leiðrétta þá skekkju sem dregur úr henni mátt.
Skekkjan verður þegar eðlileg virkni manneskjunnar - hvort sem það er líkamleg, huglæg eða andleg virkni - afvegaleiðist og vinnur á þann hátt að manneskjan upplifir þverrandi lífskraft.
Smáskammtur er efni eða orka sem er útþynnt, jafnvel svo mikið að það mælist ekki með nútímamælitækjum. Í útþynntu formi virkar smáskammturinn eins og svar við því sem orsakaði skekkju manneskjunnar og hvetur þá líkama, huga og sál til leiðréttingar.
Hómópatían vinnur með orsök einkennanna svo þau leiðréttist. Hún bælir ekki einkenni og telur sér trú um að nú sé allt í lagi þar sem einkennin eru ekki sýnileg lengur.
Tökum dæmi af einstaklingi sem á erfitt með svefn. Hann er fullur streitu, hendur hans skjálfa og hann virðist nokkuð hvatvís. Þetta eru lík einkenni og of mikil kaffidrykkja gæti valdið. Remedía sem unnin er úr kaffi er þá hugsanlega svar við þessum einkennum. Þegar viðkomandi fær kaffi-remedíu þá minnir hún líkama, huga og sál á skekkjuna sem myndast hefur. Manneskjan notar þá sinn eigin heilunarkraft til þess að leiðrétta skekkjuna og við það hverfa einkennin. Heilunarkraftur er viska sem dvelur í frumum, undirmeðvitund og lífskrafti. Manneskjan þarf því ekki að nota meðvitund sína heldur vinnur heilunarkerfi hennar af sjálfsdáðum. Við erum þannig uppbyggð að líf okkar hefur tilhneigingu til þess að leita í jafnvægi. Einkenni einstaklingsins eru á þann hátt tjáning líkamans og benda til þess að leiðréttingar er þörf.
No comments:
Post a Comment