
Louise L. Hay skrifaði líka bók með jákvæðum staðhæfingum sem heitir I CAN DO IT. Þó svo jákvæðar staðhæfingar séu oft ódýrar þá er eitthvað töfrandi við Loise Hay og hennar speki, eitthvað meira og dýpra. Það er ólíklegt að við getum allt, sumt þurfum við hreinlega að sætta okkur við að við getum ekki. Samt sem áður er það algengt að við getum þó alltént mun meira en við trúum að við getum.
Þrátt fyrir að jákvæðar staðhæfingar geti haldið manni á floti í lífinu, þá er mín reynsla sú að þær eru ekki alltaf nóg. Stundum hef ég farið í gegnum heilu tímabilin og gert hlutina án þess að trúa að ég geti það og eiginlega trúað að ég geti það ekki. Þá hef ég reitt mig á vini og vandamenn til þess að komast áfram og framkvæmt gegn þessu trúarkerfi, af því ég veit að það er til eitthvað stærra en ég og ég trúi því að ég er ekki ein um að skapa mitt líf. Það er til máttur sem vill mér betur en ég sjálf, meira að segja betur en ég get ímyndað mér að ég eigi skilið. Önnur ástæða þess að ég hef neitað að trúa þessu vantrúarkerfi mínu er að ég vil ekki bjóða börnunum mínum upp á þetta trúarkarma. Ég vil vera góð fyrirmynd fyrir þau.

Það er auðveldara að lifa í trausti þess að á flóknum tímabilum er ævinlega einhver sem er tilbúinn að grípa okkur, á saman hátt og það gefur okkur mikið að geta gripið aðra þegar þeir mæta mótlæti í lífinu.
http://www.youtube.com/watch_popup?v=8X5_XsFtXtw&vq=small#t=73
Góðir pistlarnir þínar Silla !
ReplyDeleteTakk fyrir það :).
ReplyDelete