Monday, March 15, 2010

Áhyggjulaus!

Eitt sinn sat ég á fyrirlestri þar sem var verið að kenna okkur að finna innri vellíðan. Aðferðin kom á óvart og var mjög praktísk. Við áttum að loka augunum og hugsa aftur til æskunnar.
"Hver er fyrsta minning þín þar sem þú ert algerlega áhyggjulaus?" spurði kennarinn.
Þegar minningin var fundin rifjaðist upp tilfinningin sem fylgdi henni, að vera áhyggjulaus. Ja hérna, hugsaði ég með mér, langt síðan ég hef upplifað svona mikið frelsi.

Eftir það get ég ævinlega sótt minninguna þar sem ég hleyp um í náttúrunni fullkomlega meðvituð um vindinn, lyktina og hljóðið sem umlak mig en algjörlega ómeðvituð um hverjar þær áhyggjur sem hægt er að láta sér detta í hug.

1 comment:

  1. Uppáhalds staðurinn minn!
    Stórurð og Dyrfjöllinn
    Flott mynd ...hoppandi yfir læk ...þar fer maður í það ástand að vera hoppandi og híandi af gleði

    ReplyDelete