Friday, March 19, 2010

Súkkulaði - fæða guðanna.

Það gleður mig ósegjanlega þegar ég hugsa til þess að ég bý í nágrenni Mosfellsbakarís. Þar inni lifir tilfinning sem hugsanlega líkist paradís. Þar er búið til besta og fallegasta súkkulaði sem mögulega er hægt að hugsa sér. Súkkulaði-listaverkin framkalla innra með mér algjöra sátt við staðsetningu mína. Þessi ólýsanlegi staður gleymir heldur ekki upprunanum því uppi á vegg er stór skjár sem sýnir myndir af kakóbaunum í vinnslu og suðuramerísk tónlist gerir mann hljóðan.
Fyrir tvöþúsund árum síðan voru kakóbaunir fyrst uppgötvaðar í Mið- og Suðurameríku . fimmhundruð árum seinna bárust þær til Spánar og dreifðust þá um Evrópu. Í dag koma flestar kakóbaunirnar frá Fílabeinsströndinni. Það sætir furðu minnar að flestar eru þær unnar í Bandaríkjunum og Evrópu.
Við Brazilíska tóna http://www.youtube.com/watch?v=suOcREUVFtA

Það eru ekki margar bíómyndir sem festast mér í minni eftir að ég hef horft á þær. Oft á tíðum hverfa þær fljótlega úr huga mér. Chocholat er ein þeirra mynda sem virkilega er þess virði að sjá og jafnvel eiga í vel völdu heimilissafni. Hún verður eins og "góð minning". Myndin fjallar um unga móður sem flytur með dóttur sína til lítils þorps í Frakklandi. Það var þungt yfir mannlífi þorpsins og fólkið óhamingjusamt. Það breytti hinsvegar öllu þegar unga konan opnar súkkulaðibúð í þorpinu. Þar vann hún súkkulaði-afurðir sínar frá grunni af mikilli alúð. Andrúmsloftið í þorpinu lyftist og hamingjan læðist inn með ilmandi súkkulaði bragðbættu með kærleika.
Hér er trailer
http://www.youtube.com/watch?v=KEzzbBc7Tw4

1 comment:

  1. ...oooo gott súkkulaði er svo GOTTT....hahahaha
    Já kakóbaunin er guðdómleg afurð jarða! Þessi boðskapur í myndinni umtöluðu á svo við reynslu mína af Brussel...mér fannst hún svo grá og guggin borg þegar ég kom þangð fyrst......en með því að kynnast hinum mörgu og afburða góðu og fallegu súkkulaðigerðum og verslunum....Silla við förum í sukkulaði feralag til Brussel!!! Síðan tökum við lestina niður til Parísar.....mig langar svo til "Paríí" - Knús falleg vinkona!

    ReplyDelete