Saturday, March 6, 2010

Julie & Julia

Bíómyndin Julie & Julia hafði mikil áhrif á mig, meðal annars var hún hvatning fyrir mig að byrja að blogga. Fyrir tíma Julie & Julia hafði ég ákveðna fordóma gagnvart bloggsíðum. Þá hafði ég aðallega lesið moggablogg eða fréttatengd blogg þar sem fólk var mjög upptekið af eigin skoðunum og hélt óspart skammarræður yfir mönnum og málefnum. Mér virtist tilgangur þeirra oft á tíðum felast í því hver var fyndnastur eða hver hafði mest rétt fyrir sér. Hæðni og kaldhæðni var vægðarlaust beitt í því tilefni. Í það samfélag vildi ég alls ekki hætta mér enda hugsaði ég með skelfingu til þess að vera kæfð í orðaflaumi skammaryrða ef til þess kæmi að ég óvart hefði "ranga" skoðun.


Ég fór með einni uppáhaldsvinkonu minni að sjá myndina Julie & Julia. Mér verður enn hlýtt um hjartaræturnar þegar ég hugsa til myndarinnar. Ég get heldur ekki alveg lýst því hvað það var sem höfðaði svona sterkt til mín. En á einhvern hátt hitti hún mig beint í hjartastað. Sú staðreynd að matur og matargerð fléttast sterkt inn í söguþráð hennar gæti eitthvað haft með það að gera. Mér finnst dásamlegt að búa til mat og mjög gaman að velta fyrir mér mataræði og uppskriftum. Í gegnum mat og matargerð verða svo mikil menningarleg og félagsleg tengsl. Auk þess hefur matur mikil áhrif á líf og líðan fólks. Hafragrautur og avocado róar til dæmis bæði magann og taugakerfið hjá mér.
Myndin er sönn samtímasaga og byggð á bloggi Julie Powell. http://blogs.salon.com/0001399/ .

1 comment:

  1. Listin að reiða fram fallegan og góðan mat...er dásamleg og fyllir öll skilningarvitin...það er yndislega gama að pæla í matargerð...Gastronomy er fag sem ég hefði svo gjarnan vilja stúdera...kannski verður að því enn daginn - aldrei að vita! Held að kannski sé það bara næst hjá okkur að lesa hið fyrsta matarfræðiritið La Physiologie du Goût „Eðli bragðsins“ eftir franska lífsnautnamanninn Jean Anthelme Brillat-Savarin frá 1825, sem fjallar um samband skilningarvitanna og matar.
    Tók hérna líka úr Wikipedíunni útskýringu á matarfræði- Gastronomy
    Gastronomy is the study of the relationship between culture and food....Thus it is related to the Fine Arts and Social Sciences, and even to the Natural Sciences in terms of the digestive system of the human body.
    http://en.wikipedia.org/wiki/Gastronomy

    ReplyDelete