Saturday, March 6, 2010

Hómópatía

Hómópatía er eitt af mínum stærstu áhugamálum. Ég útskrifaðist árið 2002 sem hómópati LCPH. Ég á margar undursamlegar reynslusögur tengdar þessari grein. Þeim á ég örugglega eftir að deila hér, einni af annarri. Hómópatía er ekki aðeins lifandi og frelsandi hugmyndafræði heldur er hún einnig mjög efnisleg. Hún er byggð á vísindum sem líklega eru töluvert á undan sinni samtíð þar sem ekki eru til mælitæki sem mæla þá efnisorku sem notuð er. Þetta er heildræn, heilsteypt og skapandi leið til þess að lifa við heilsu og í samræmi við umhverfi og náttúrulegt eðli. Hugmyndafræði hómópatíunnar hvílir á aðlöðun, að tengja saman fremur en kljúfa sundur. "Líkt læknar líkt" eru einkunnarorð hómópatíunnar fengin frá Samuel Hahnemann - lækninum sem þróaði þessa aðferð til að einstaklingar nái heilsu í heildrænu samhengi við líf sitt og umhverfi. http://altmed.creighton.edu/Homeopathy/history.htm.
Á Íslandi er einnig hópur öflugra hómópata sem vinna göfugt starf í anda Hahnemanns aðlagað að íslenskum aðstæðum. http://www.homopatar.is/page60/page60.html

No comments:

Post a Comment